154. löggjafarþing — 109. fundur,  8. maí 2024.

áætlun stjórnvalda og lækkun stýrivaxta.

[15:25]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegur forseti. Það er enginn að skjóta sendiboðann. En þegar hér er komið upp látlaust með sama áróðurinn, alveg sama hvað á dynur — hér er sagt: Í fimm ár. Það hefur þá alla vega verið kolrangt hluta af tímanum því að það er fjallað um það í fjármálaráði að þær tekjur hafi verið óvæntar og miklar. Kannski voru þær ekki eins óvæntar en þær voru miklar vegna þess að hagvöxturinn var gríðarlega mikill. Kannski höfum við ekki verið nægilega góð í að spá fyrir um það. Og að öll gagnrýnin í þessum sal hafi þá snúist um rangar forsendur og menn hafi ekki verið að tala um rétta hluti. Ég ætla bara að halda því hér áfram, og þigg gjarnan þann stuðning Viðreisnar, að styrkja stöðu heimilanna í landinu þar sem skuldastaðan er með því lægsta sem hún hefur verið í sögulegu samhengi, að fyrirtækin búa við það sama og að Seðlabankinn metur það svo að það sé skynsamlegt að halda raunvöxtum alveg gríðarlega háum næstu mánuði, væntanlega í því skyni að ná verðbólgunni mjög hratt niður. Ég sé að aðilar úti á markaði hafa tekið því nokkuð jákvætt (Forseti hringir.) þannig að ég hef fulla trú á því að ef við stöndum saman um það þá munum við ná verðbólgunni hraðar niður en ýmsir spáaðilar eru að tala um. (ÞKG: Það er vonandi … hafa tíma til þess.)